Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 20:28:21 (11382)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[20:28]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla hv. þingnefnd að hafa rætt þetta mál vel. Ég trúi ekki öðru og ég held að það séu þekkt fordæmi. Ég veit ekki hvort hv. fjárlaganefnd þarf að ræða þetta mál í viku eða í hálfan mánuð í viðbót. Hún hefur haft drjúgan tíma til að fara yfir það og ég held að hún hafi haft alla burði til að koma hingað og fara yfir valkostina fyrir okkur. Ég er því alveg sammála hv. þingmanni í því að það er ekki búið að klára þetta verk. Það er ekki búið að vinna það. Eftir því sem mér skilst erum við komin á einhverja endastöð varðandi útboð í þessu sambandi. Það er augljóst að einhverjir eru að reyna að setja pressu á málið og með því minnka menn líkurnar á því að vandað sé til verks. Sú ábyrgð hlýtur að hvíla fyrst og fremst á formanni hv. fjárlaganefndar.