Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 21:01:49 (11391)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:01]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal játa það að ég kann ekki sögu þessa ákvæðis og hvort sú breyting sem hér er verið að gera eigi sér sögulegt fordæmi. Hitt er alveg rétt hjá hv. þingmanni að við þurfum að gæta að því þegar við ráðumst í lagabreytingar að þessu leyti, undanþágu frá hinni almennu reglu, að stíga varlega til jarðar. Ég vil taka undir það sjónarmið.