Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 21:34:43 (11399)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:34]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kem upp í pontu bara til að segja eitt að ég ætla mér ekki þá dul að fara að ræða tæknilegar útfærslur á Hegraneshringnum. Sérfræðingar Vegagerðarinnar væru betur til þess fallnir en ég. En mér þótti vænt um að heyra þau ágætu orð sem hv. þingmaður lét falla í garð Vegagerðarinnar og starfsmanna hennar.