Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 21:35:18 (11400)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Allir skulu njóta sannmælis, það er bara þannig. Við erum oft og tíðum ósátt við tillögur og aðferðir stofnana ríkisins og það er hlutverk okkar alþingismanna að hafa skoðanir á því. Ég hef mjög sterkar skoðanir á því, a.m.k. hef ég þá skoðun að gera eigi þá tilraun sem ég nefndi áðan, en ég verð að játa að það eru örugglega einhverjir innan veggja ríkisstofnana sem hafa miklu meira vit á því en ég.