Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 21:49:15 (11408)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:49]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi er mikilvægt að þetta mál, sem er upp á um það bil 9 milljarða ríkisábyrgð, fái vandaða umfjöllun og meðhöndlun af hálfu Alþingis. Ég er sammála hv. þingmanni um það að framkvæmdin beri öll merki þess að vera hefðbundin ríkisframkvæmd. Það er hins vegar verið að reyna að setja hana í einhvern annan búning.

Ég held að það sé prýðishugmynd að umhverfis- og samgöngunefnd fjalli nánar um málið, fái það til meðferðar. Ég held að það væri mjög gott fyrir málið í heild. Ég held líka að það mundi skapa meira traust á framkvæmdinni. Eitthvað segir mér, svo að ég sé alveg hreinskilinn, (Forseti hringir.) að ekki séu allir sammála því að það fari í þann farveg.