Réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 13:05:26 (11779)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda.

736. mál
[13:05]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um frumvarp að ræða sem fagnar fjölbreytileika mannanna og leggur áherslu á mannhelgi og mannlega reisn því að með frumvarpinu eru lagðar til tillögur að úrbótum á réttarstöðu fólks með kynáttunarvanda en þær lúta fyrst og fremst að stjórnsýslu og meðferð mála fólks með kynáttunarvanda og tilhögun kynleiðréttingar og nafnabreytinga.

Nefndin hefur unnið þetta mál í fullri sátt og telur þetta vera mikla réttarbót fyrir þá einstaklinga sem frumvarpið tekur til og leggur því til að það verði samþykkt óbreytt.