Réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 13:08:09 (11782)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda.

736. mál
[13:08]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér erum við öll saman í velferðarnefnd að leggja til að málið nái fram að ganga. Mér finnst rétt að vekja athygli á því að við erum að lögfesta framkvæmd sem hefur verið stunduð hér á landi í 20 ár. Gestir þeir sem komu fyrir nefndina voru sammála um að góð reynsla væri af þessari framkvæmd og þess vegna væri rétt að skapa henni skýran lagaramma. Það er það sem við erum að gera. Og það hlýtur að teljast áfangi í því að laga íslenska stjórnsýslu að lögfesta atriði sem þegar eru í framkvæmd innan stjórnsýslunnar en hafa ekki verið lögákveðin hingað til. Við erum því aðeins að laga til í stjórnsýslunni um leið og því ber að fagna vegna þess að ég tel að við séum allt of skammt komin á þeirri vegferð sem við ætluðum að ráðast í miðað við allar þær umræður hér á þessu kjörtímabili.