Veiðigjöld

Miðvikudaginn 06. júní 2012, kl. 12:16:39 (12302)


140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[12:16]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi veiðigjaldsnefndina þá er það alveg rétt að í breytingartillögunum er búið að færa henni víðtækari verkefni. Ég náði ekki að ræða það áðan en hugmynd mín var að leggja fram breytingartillögu hvað varðar að fjölga annaðhvort í nefndinni eða, sem ég taldi enn betra til að tryggja að vinnan færi eðlilega fram, að setja á fót samráðshóp að baki nefndarinnar sem kæmi þá fyrst að grunnvinnunni og upplýsti hvaða leiðir væru færar. Menn úr öllum þingflokkum gætu þá komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þannig yrði undirbúningurinn að því sem gera þarf faglegri og betri.

Meiri hlutinn viðurkennir síðan að ekki sé fær leið að setja inn það bráðabirgðaákvæði að leggja fram fasta krónutölu fyrir næsta ár (Forseti hringir.) þannig að í raun og veru tekur kerfið ekki gildi fyrr en veiðigjaldsnefndin hefur (Forseti hringir.) skilað af sér. Þá er spurning til hvers farið var af stað.