Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Þriðjudaginn 13. desember 2011, kl. 19:48:38 (3050)


140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[19:48]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið en mér finnst það ekki alveg fullnægjandi. Af því að við erum þingmenn, ég og hv. þingmaður, þurfum við að gefa upp afstöðu okkar til hlutanna. Það er ekki alveg nóg að vísa í yfirlýsingar sem framkvæmdarvaldið hefur gert við hina og þessa aðila úti í bæ. Mig langar því til að spyrja hv. þingmann beint: Er það prinsippmál hjá honum að skattleggja ekki lífeyrissjóði eða er það í lagi í undantekningartilfellum þegar þetta góður málstaður er fyrir hendi?