Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Þriðjudaginn 13. desember 2011, kl. 21:25:37 (3074)


140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[21:25]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mín skoðun er sú að það eigi að samræma lífeyrisréttindi landsmanna. (PHB: Hvernig?) Það er í gangi nefnd og vinna á að vera í gangi á vettvangi ríkisstjórnarinnar til þess að fara í gegnum skuldbindingar opinberu sjóðanna og skuldbindingar almennu sjóðanna þannig að t.d. sú breyting sem við erum að leggja hér til í áliti meiri hlutans og kemur frá ríkisstjórninni (Gripið fram í.) komi ekki svo ósanngjarnt niður á launþegum þessa lands. (PHB: Hvernig?)

Ég tel að mikill flutningur fólks á milli hins opinbera kerfis og hins almenna kerfis sé til staðar í dag í nútímavinnuumhverfi en ekki sé lengur forsenda fyrir því (PHB: Hvernig?) að aðgreina svona réttindi milli opinberra starfsmanna og almennra starfsmanna á einkamarkaði. Það er mín skoðun og ég tel að það sé mjög mikilvægt að við horfum til framtíðar og förum að samræma þessi lífeyrisréttindi þvert yfir (Gripið fram í.) þannig að við horfum til framtíðar um hvernig við leysum þessi vandamál og hvar við drögum línuna. Við skulum takast á við fortíðina og jafna réttindin fram á veg. (Gripið fram í.)