Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 379. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 456  —  379. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um kostnað við Evrópusambandsaðild.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Fari svo að viðunandi samningar náist við Evrópusambandið og innganga Íslands í framhaldinu yrði samþykkt og upptaka evru, hver yrði þá kostnaður Íslands við aðild að:
              a.      Seðlabanka Evrópu,
              b.      þróunarsjóði Evrópusambandsins,
              c.      björgunarsjóði Evrópusambandsins (European Financial Stability Facility, EFSF)?
     2.      Ef áætlanir Evrópusambandsins ganga fram varðandi stækkun björgunarsjóðsins, hver yrði hlutdeild Íslands þá?
     3.      Eru aðrir sjóðir eða annar kostnaður sem fælist í Evrópusambandsaðild og ef svo er, hver yrði hann þá sundurliðaður eftir verkefnum?


Skriflegt svar óskast.