Barnaverndarlög

Miðvikudaginn 17. október 2012, kl. 17:19:38 (0)


141. löggjafarþing — 20. fundur,  17. okt. 2012.

barnaverndarlög.

65. mál
[17:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög slæmt að heyra að einhver kergja sé í framkvæmdarvaldinu við framkvæmd laga sem valdi því að ekki sé hægt að fara að lögum settum á Alþingi.

Ég held að menn ættu að temja sér meiri virðingu fyrir lögum. Ef sett eru lög á Alþingi eftir að heyrt skoðanir þeirra aðila sem eiga að framkvæma þau og farið hefur verið að ábendingum þeirra á það náttúrlega að vera svo, þá eiga lögin að vera framkvæmd.