Barnaverndarlög

Miðvikudaginn 17. október 2012, kl. 17:20:16 (0)


141. löggjafarþing — 20. fundur,  17. okt. 2012.

barnaverndarlög.

65. mál
[17:20]
Horfa

Frsm. velfn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Það er hárrétt, en ég ætla ekki að fjölyrða um þessa kergju, ég held að hún sé meðal annars komin til af því sem fram kom í fyrra nefndaráliti þegar lögin voru samþykkt sem og nefndaráliti núna við þetta frumvarp sem er með breytingartillögu við gildistökuákvæðið. Það þarf að fara mjög vel yfir það hvort nægir fjármunir séu í þessum málaflokki. Það er vandamálið. Án þess að það liggi alveg ljóst fyrir eru líkur á því að yfirfærslan kunni að þýða að þjónusta við ákveðinn hóp barna skáni á kostnað annarra barna. Við viljum tryggja að öll börn fái góða þjónustu og að þau njóti jafnræðis hvar sem þau búa á landinu og að þjónusta við ákveðinn hóp barna verði ekki skert á kostnað annarra.