Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 6. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 6  —  6. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um gerð hættumats og viðbragðsáætlana á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Ólínu Þorvarðardóttur.


     1.      Hvenær er áætlað að lokið verði við gerð heildstæðs hættumats fyrir eldgos á Íslandi í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar haustið 2011 og hvar er sú vinna nú á vegi stödd?
     2.      Hvað líður gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna yfirvofandi hættu, t.d. vegna náttúruhamfara á höfuðborgarsvæðinu, sbr. lög um almannavarnir, nr. 82/2008, og hvenær er áætlað að henni ljúki?
     3.      Hvaða hættumat og/eða viðbragðsáætlun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra náttúruhamfara eða annarrar bráðrar almannahættu á meðan unnið er að nýju mati og áætlunum, sbr. svar ráðherra í 812. máli á 140. löggjafarþingi?
     4.      Hvaða viðvörunarkerfi fyrir almenning er í gildi vegna skyndilegrar almannavár eftir að almannavarnaflautur borgarinnar voru aftengdar fyrir fáum árum?


Skriflegt svar óskast.