Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 237. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 254  —  237. mál.
Frumvarp til lagaum búfjárbeit.


Flm.: Mörður Árnason, Birgitta Jónsdóttir.


1. gr.

    Markmið laga þessara er að efla landvernd og sjálfbæra búfjárbeit.

2. gr.

    Búfé skal aðeins beitt innan girðingar.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2023.

Greinargerð.

    Uppblástur hefur öldum saman spillt landinu. Ein helsta ástæða uppblásturs er óvarleg beit búfjár. Miklu skiptir að fé sé einungis beitt þar sem hagar eru góðir og ekki hætta á landspjöllum. Þetta krefst afgirtra beitarsvæða.
    Með frumvarpi þessu er mörkuð stefna til framtíðar í þessum efnum. Í öllum öðrum Norðurlandaríkjum er að finna lagareglur sem skylda eigendur búfjár til að beita því aðeins á afmörkuðum svæðum að viðlagðri skaðabótaskyldu. Þegar frumvarpið verður að lögum þarf að gera talsverðar breytingar á öðrum lögum áður en að gildistöku kemur, svo sem helstu lögum um búfjárhald til samræmis við þá meginreglu sem lagt er til hér að verði lögfest, að búfé sé aðeins beitt innan girðingar. Hæfilegur tími er hins vegar gefinn til að hrinda þessari stefnu og breytingum vegna hennar í framkvæmd, eða rúmur áratugur.
    Flutningsmenn tileinka frumvarpið Herdísi Þorvaldsdóttur sem áratugum saman hefur beitt sér fyrir landvernd á Íslandi.