Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 308. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 341  —  308. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um framboð háskólanáms á Austurlandi.

Frá Arnbjörgu Sveinsdóttur.


     1.      Hver er stefna ráðherra varðandi aukið framboð háskólanáms á Austurlandi?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að háskólar landsins geti boðið upp á fjölbreyttari námsleiðir í samstarfi við Austurbrú, t.d. sérstakar námsleiðir sem byggjast á sérstöðu fjórðungsins?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til staðbundinnar kennslu í heimabyggð, sem sparar fé og tíma nemenda sem eru búsettir fjarri háskólunum?


Skriflegt svar óskast.