Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1057, 141. löggjafarþing 595. mál: kosningar til Alþingis (kjördæmi, kjörseðill).
Lög nr. 8 25. febrúar 2013.

Lög um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum (kjördæmi, kjörseðill).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
  1. Orðið „Bæjarhreppur“ í 1. tölul. fellur brott.
  2. Orðið „Grímseyjarhreppur“ í 2. tölul. fellur brott.
  3. Í stað orðanna „Arnarneshreppur, Hörgárbyggð“ í 2. tölul. kemur: Hörgársveit.
  4. Orðin „Sveitarfélagið Álftanes“ í 4. tölul. falla brott.


2. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 52. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef framboðslistar í kjöri eru fleiri en sautján skulu listarnir prentaðir í láréttum röðum. Þess skal gætt að í röðunum sé sem jafnastur fjöldi lista.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. febrúar 2013.