Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1337, 141. löggjafarþing 574. mál: niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (kyntar veitur).
Lög nr. 36 4. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, með síðari breytingum (kyntar veitur).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „olíu“ tvívegis í 3. tölul. kemur: eldsneyti.
  2. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Þegar íbúð er hituð með vatni frá kyntri hitaveitu sem notar grisjunarvið eða annað umhverfisvænt eldsneyti.


2. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist nýr töluliður, 4. tölul., svohljóðandi: Til kyntra hitaveitna sem tengjast íbúðarhúsnæði sem notið hefur niðurgreiðslna á rafhitun eða olíu.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „4. tölul.“ í 4. málsl. kemur: 5. tölul.
  2. Á eftir 4. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Styrkur á grundvelli 4. tölul. 11. gr. getur numið allt að tólf ára áætluðum mismun á niðurgreiðslum á beinni rafhitun eða olíu og niðurgreiðslum kyntrar hitaveitu.


4. gr.

     Í stað orðanna „4. tölul.“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: 5. tölul.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. mars 2013.