Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 29. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 63  —  29. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um ferjusiglingar í Landeyjahöfn.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hver er staða útboðs á hönnun og smíði nýrrar ferju til siglingar í Landeyjahöfn?
     2.      Hvernig á að bregðast við þeim vanda sem fyrirsjáanlegt er að skapist yfir vetrartímann miðað við núverandi aðstæður?
     3.      Hefur verið mætt óskum heimamanna um að Herjólfur sigli í Þorlákshöfn á sumrin þegar ekki gefur til siglinga í Landeyjahöfn?


Skriflegt svar óskast.