Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 34. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 84  —  34. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um sóknargjöld.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra kynnt sér áfangaskýrslu starfshóps sem var skipaður 2011 til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar og afleiðingar þess ef haldið yrði áfram á þeirri braut? Ef svo er, hvaða afleiðingar telur ráðherra að niðurskurður sóknargjalda hafi?
     2.      Hyggst ráðherra stuðla að því að sóknargjaldinu verði skilað óskiptu til safnaða landsins, en innheimt sóknargjald í ríkissjóð á hvern einstakling á árinu 2012 var um 277 kr. hærri upphæð en skilað var til safnaða?
     3.      Hver hefur þróun sóknargjalda frá árinu 2006 verið samanborið við hækkun neysluverðsvísitölu á sama tímabili?
     4.      Er gert ráð fyrir því í yfirstandandi fjárlagagerð að sóknargjald á hvern einstakling verði hækkað?


Skriflegt svar óskast.