Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 181. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 223  —  181. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða hækkun
virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.

     1.      Hefur verið kannað í hve ríkum mæli hótel og aðrir gististaðir höfðu þegar tekið fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts úr 7% í 14% inn í gjaldskrá sína áður en fallið var frá innheimtunni?
     2.      Hefur verið fylgst með því hvort hótel og gististaðir sem höfðu hækkað gjaldskrár eða boðað hækkun á gjaldskrá, til samræmis við fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, hafa dregið þær hækkanir til baka eftir að fallið var frá innheimtunni?