Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 164. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 289  —  164. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, með síðari breytingum (byggðakort, upptalning sveitarfélaga, gildistími).


Frá atvinnuveganefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Torfa Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Nefndinni barst umsögn um málið frá Byggðastofnun.
    Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Lagt er til að gildistími laganna verði framlengdur en lögin munu að óbreyttu falla úr gildi 31. desember nk. Einnig er lagt til að Tjörneshreppur bætist við upptalningu þeirra sveitarfélaga sem heyra undir svæði 2 skv. 2. mgr. 4. gr. laganna. Þá er lagt til að hugtakið byggðakort verði skilgreint með almennari hætti en samkvæmt gildandi lögum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 3. desember 2013.


Jón Gunnarsson,


form., frsm.


Steingrímur J. Sigfússon.


Haraldur Benediktsson.



Ásmundur Friðriksson.


Björt Ólafsdóttir.


Kristján L. Möller.



Páll Jóhann Pálsson.


Þorsteinn Sæmundsson.


Þórunn Egilsdóttir.