Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 496, 143. löggjafarþing 265. mál: tekjuskattur (skatthlutfall og fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns).
Lög nr. 146 30. desember 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (skatthlutfall og fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna, sbr. a- og b-lið 1. gr. nýsamþykktra laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014:
  1. Í stað „2.760.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 3.480.000 kr.
  2. Í stað „5.692.400 kr.“ og „25%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 5.935.428 kr.; og: 25,3%.
  3. Í stað „25%“ tvívegis í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 25,3%.


2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal fjárhæð skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. vera 3.480.000 kr. og fjárhæð skv. 2. tölul. 1. mgr. 66. gr. vera 5.935.428 kr. vegna ársins 2014.

3. gr.

     Ákvæði 1. gr. öðlast gildi 1. janúar 2014 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda 2014 og álagningu 2015.
     Ákvæði 2. gr. öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 2013.