Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 258. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 554  —  258. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um kaup Íslendinga á stórfyrirtækjum í Danmörku.

    
    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er íslenskum eftirlitsaðilum kunnugt um niðurstöður rannsóknar ráðherra skattamála í Danmörku, sem boðuð var í nóvember 2006, á uppruna fjármagns sem Íslendingar notuðu til kaupa á stórfyrirtækjum í Danmörku?

    Hvorki ráðuneytinu né íslenskum skattyfirvöldum er kunnugt um niðurstöður boðaðrar rannsóknar ráðherra skattamála í Danmörku á uppruna fjármagns sem Íslendingar notuðu til kaupa á stórfyrirtækjum í Danmörku eða hvort slík rannsókn hafi farið fram.
    Hins vegar er vitað að dönsk skattyfirvöld fóru í sérstakt átak til að kanna fjármagnsflutninga frá Danmörku til lágskattaríkja en ekkert hefur komið fram opinberlega eftir því sem næst verður komist um það hvort færslur íslenskra aðila hafi verið sérstaklega skoðaðar eða hverjar niðurstöður hafi verið hafi slík skoðun farið fram. Ráðuneytið hefur sent fyrirspurn til danska skattamálaráðuneytisins varðandi stöðu þessa máls en svör við henni hafa enn ekki borist.