Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 299. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 576  —  299. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aðgerðir á kvennadeildum sjúkrahúsanna.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hvað eru langir biðlistar eftir aðgerðum á
                  a.      kvennadeild Landspítala,
                  b.      kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri,
                  c.      kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi?
     2.      Hvað eru framkvæmdar margar aðgerðir árlega á hverri deild?
     3.      Hversu mörgum aðgerðum er hægt að bæta við á hverju ári á kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri annars vegar og hins vegar kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands?
     4.      Eru þær konur sem bíða eftir aðgerðum á kvennadeild Landspítala upplýstar um það ef biðtíminn er styttri á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða Heilbrigðisstofnun Vesturlands?


Skriflegt svar óskast.