Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 445. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 787  —  445. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um ferðakostnað velferðarráðuneytisins.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hver hefur verið heildarkostnaður ráðuneytisins og fyrirrennara þess (heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis) vegna ferðalaga til útlanda ár hvert frá og með 2003?
     2.      Hverjar hafa á sama tíma verið dagpeningagreiðslur til ráðherra og maka ráðherra á ári hverju, sundurliðaðar eftir ráðherrum?
     3.      Hve margir voru í föruneyti ráðherra í hverri þessara ferða og hver var heildarkostnaður við hverja ferð?
     4.      Hvert var tilefni ferðanna og hve lengi stóð hver ferð?
    Allar kostnaðartölur óskast settar fram á núgildandi verðlagi.


Skriflegt svar óskast.