
58. FUNDUR
miðvikudaginn 28. jan.,
kl. 3 síðdegis.
Varamaður tekur þingsæti.
Forseti tilkynnti að Áslaug María Friðriksdóttir tæki sæti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, 7. þm. Reykv. s.
Áslaug María Friðriksdóttir, 7. þm. Reykv. s, undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.
Tilkynning um skriflegt svar.
Forseti tilkynnti að svar við fyrirspurn á þskj. 704 mundi dragast.
[15:02]
Störf þingsins.
Umræðu lokið.
Sérstök umræða.
Framtíðarfyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.
Málshefjandi var Björt Ólafsdóttir.
Lyfjalög, 1. umr.
Stjfrv., 408. mál (auglýsingar). --- Þskj. 605.
Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og velfn.
Ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn, fyrri umr.
Stjtill., 425. mál (ólöglegt skógarhögg og markaðssetning á timbri). --- Þskj. 633.
Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og utanrmn.
Samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar, fyrri umr.
Stjtill., 451. mál (aðgangur erlendra skipa að höfnum). --- Þskj. 686.
Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og utanrmn.
Félagsþjónusta sveitarfélaga, 1. umr.
Stjfrv., 416. mál (skilyrði fjárhagsaðstoðar). --- Þskj. 624.
Umræðu frestað.
Út af dagskrá voru tekin 7.--15. mál.
Fundi slitið kl. 19:44.
---------------