Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 533  —  235. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur
um fjölda nemenda í framhaldsskólum.


     1.      Hve margir nemendur hófu nám í framhaldsskóla á haustönn 2014, greint eftir skólum og tilgreindum fjölda á bóknámsbrautum og verknámsbrautum?
    Á haustönn hófu 25.175 nemendur nám. Flestir eru skráðir í Tækniskólann, eða 2.510. Þar á eftir er það Fjölbrautaskólinn við Ármúla með 2.247 nemendur. Fæstir eru skráðir í Framhaldsskólann á Húsavík, eða 98. Við Menntaskólann að Laugarvatni eru skráðir 143 nemendur og 204 við Menntaskólann á Tröllaskaga. Í meðfylgjandi töflu má finna greiningu eftir öllum framhaldsskólum, fjölda á bóknámsbrautum og verknámsbrautum.

     2.      Hve margir þessara nemenda voru 25 ára og eldri, greint á sama hátt?
    Flestir 25 ára og eldri eru skráðir í Tækniskólann. Sjá nánari greiningu í eftirfarandi töflum.

     3.      Hve margir ársnemendur alls hófu nám í framhaldsskóla á sama tíma, greint eftir skólum og tilgreindum fjölda á bóknámsbrautum og verknámsbrautum og hve margir þeirra voru 25 ára og eldri?
    Sjá svar við þessum tölulið fyrirspurnarinnar í eftirfarandi töflum.

Tölur um skráða nemendur í framhaldsskólum í október 2014.

Fjlnr. Skóli Heildarfjöldi skráðra nemenda Áætl. ársnemar haust 2014 Áætl. ársnemar árið 2014 Skráðir á bóknámsbrautir Skráðir á starfs- og listnámsbr. Áætl.
ársnem. bóknám haust 2014
Áætl.
ársnem. list/starfsn. haust 2014
301 MR 898 895 885 898 0 895 0
302 MA 744 746 759 744 0 746 0
303 ML 143 146 157 143 0 146 0
304 MH 1294 1198 1180 1294 0 1198 0
305 MS 729 694 689 729 0 694 0
306 350 317 272 237 113 215 102
307 ME 490 346 307 452 38 319 27
308 MK 1347 1074 1073 890 457 710 364
309 KVSK 655 701 688 655 0 701 0
350 FB 1728 1075 1054 773 955 481 594
351 2247 981 1015 1387 860 606 376
352 FLB 826 869 818 826 0 869 0
353 FS 1026 855 845 765 261 638 218
354 FVA 576 523 488 361 215 328 195
355 FÍV 254 235 223 207 47 192 44
356 FNV 479 391 348 372 107 303 87
357 FSu 963 923 873 739 224 708 215
358 VA 254 204 190 128 126 103 101
359 VMA 1590 1187 1105 730 860 545 642
360 FG 1009 946 860 759 250 712 234
361 FAS 177 129 115 151 26 110 19
362 FSH 98 88 91 98 0 88 0
363 FL 118 121 126 118 0 121 0
365 BHS 1326 1032 1050 611 715 475 556
367 FSN 241 230 209 241 0 230 0
368 MB 143 148 142 143 0 148 0
370 FMOS 380 274 213 330 50 238 36
372 MTR 204 158 148 169 35 131 27
504 TS 2510 2019 1860 295 2215 237 1781
516 IH 508 421 412 93 415 77 344
581 1868 1452 1424 1868 0 1452 0
25175 20378 19620 17206 7969 14416 5962


Tölur um skráða nemendur 25 ára og eldri í framhaldsskólum í október 2014.

Fjlnr. Skóli Skráðir 25 ára og eldri Hlutfall skráðra nem. 25+ 25+ skráðir á bóknámsbrautir 25+ skráðir á starfs-/listnámsbr. Áætlaðir ársnem. 25+ Áætl. 25+ ársnem. bóknám haust 2014 Áætl. 25+ ársnem.
list-/starfsn. haust 2014
301 MR 0 0,0% 0 0 0 0 0
302 MA 0 0,0% 0 0 0 0 0
303 ML 0 0,0% 0 0 0 0 0
304 MH 33 2,6% 33 0 11 11 0
305 MS 0 0,0% 0 0 0 0 0
306 65 18,6% 10 55 39 6 33
307 ME 42 8,6% 30 12 22 15 6
308 MK 308 22,9% 20 288 188 12 176
309 KVSK 0 0,0% 0 0 0 0 0
350 FB 473 27,4% 84 389 181 32 149
351 726 32,3% 372 354 278 142 135
352 FLB 5 0,6% 5 0 2 2 0
353 FS 56 5,5% 15 41 34 9 25
354 FVA 100 17,4% 7 93 60 4 56
355 FÍV 20 7,9% 8 12 7 3 4
356 FNV 109 22,8% 38 71 37 13 24
357 FSu 71 7,4% 30 41 27 11 15
358 VA 108 42,5% 38 70 37 13 24
359 VMA 295 18,6% 85 210 116 33 83
360 FG 76 7,5% 18 58 27 6 21
361 FAS 48 27,1% 29 19 31 19 12
362 FSH 9 9,2% 9 0 3 3 0
363 FL 0 0,0% 0 0 0 0 0
365 BHS 273 20,6% 10 263 125 5 120
367 FSN 29 12,0% 29 0 10 10 0
368 MB 10 7,0% 10 0 7 7 0
370 FMOS 24 6,3% 24 0 15 15 0
372 MTR 44 21,6% 24 20 29 16 13
504 TS 1213 48,3% 150 1063 764 94 669
516 IH 166 32,7% 6 160 116 4 112
581 81 4,3% 81 0 37 37 0
4384 17,4% 1165 3219 2200 522 1677