Fundargerð 145. þingi, 0. fundi, boðaður 2015-09-08 11:10, stóð 11:09:58 til 11:34:56 gert 8 14:53
Alþingishúsið [prenta uppsett í dálka] [<-][->]

ÞINGSETNINGARFUNDUR

þriðjudaginn 8. sept.

Árið 2015, þriðjudaginn 8. september, var hundrað fertugasta og fimmta löggefandi Alþingi sett í Reykjavík. Er það hundraðasta og átjánda aðalþing í röðinni en hundrað og sextugasta samkoma frá því er Alþingi var endurreist.

Þingmenn söfnuðust saman í Alþingishúsinu, anddyri Skálans, kl. 10.10 árdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 10.30. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, predikaði. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til Alþingishússins, fundarsalar Alþingis.

Þessir menn skipuðu þingið:

 1. Árni Páll Árnason, 4. þm. Suðvest.
 2. Ásmundur Einar Daðason, 3. þm. Norðvest.
 3. Ásmundur Friðriksson, 7. þm. Suðurk.
 4. Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þm. Reykv. s.
 5. Birgir Ármannsson, 9. þm. Reykv. n.
 6. Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvest.
 7. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þm. Norðaust.
 8. Bjarni Benediktsson, 1. þm. Suðvest.
 9. Björt Ólafsdóttir, 6. þm. Reykv. n.
 10. Brynhildur Pétursdóttir, 10. þm. Norðaust.
 11. Brynjar Níelsson, 5. þm. Reykv. n.
 12. Einar K. Guðfinnsson, 2. þm. Norðvest.
 13. Elín Hirst, 13. þm. Suðvest.
 14. Elsa Lára Arnardóttir, 6. þm. Norðvest.
 15. Eygló Harðardóttir, 2. þm. Suðvest.
 16. Frosti Sigurjónsson, 2. þm. Reykv. n.
 17. Guðbjartur Hannesson, 5. þm. Norðvest.
 18. Guðlaugur Þór Þórðarson, 4. þm. Reykv. s.
 19. Guðmundur Steingrímsson, 7. þm. Suðvest.
 20. Gunnar Bragi Sveinsson, 1. þm. Norðvest.
 21. Hanna Birna Kristjánsdóttir, 1. þm. Reykv. s.
 22. Haraldur Benediktsson, 4. þm. Norðvest.
 23. Haraldur Einarsson, 8. þm. Suðurk.
 24. Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykv. n.
 25. Helgi Hjörvar, 9. þm. Reykv. s.
 26. Höskuldur Þórhallsson, 3. þm. Norðaust.
 27. Illugi Gunnarsson, 1. þm. Reykv. n.
 28. Jóhanna María Sigmundsdóttir, 7. þm. Norðvest.
 29. Jón Gunnarsson, 6. þm. Suðvest.
 30. Karl Garðarsson, 8. þm. Reykv. s.
 31. Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykv. n.
 32. Katrín Júlíusdóttir, 11. þm. Suðvest.
 33. Kristján Þór Júlíusson, 2. þm. Norðaust.
 34. Kristján L. Möller, 7. þm. Norðaust.
 35. Lilja Rafney Magnúsdóttir, 8. þm. Norðvest.
 36. Líneik Anna Sævarsdóttir, 5. þm. Norðaust.
 37. Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurk.
 38. Óttarr Proppé, 11. þm. Reykv. s.
 39. Páll Valur Björnsson, 10. þm. Suðurk.
 40. Páll Jóhann Pálsson, 5. þm. Suðurk.
 41. Ragnheiður E. Árnadóttir, 2. þm. Suðurk.
 42. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 3. þm. Suðvest.
 43. Róbert Marshall, 6. þm. Reykv. s.
 44. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 1. þm. Norðaust.
 45. Sigríður Á. Andersen, 7. þm. Reykv. s.
 46. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þm. Reykv. s.
 47. Sigrún Magnúsdóttir, 7. þm. Reykv. n.
 48. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. þm. Suðurk.
 49. Silja Dögg Gunnarsdóttir, 3. þm. Suðurk.
 50. Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðaust.
 51. Steinunn Þóra Árnadóttir, 8. þm. Reykv. n.
 52. Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykv. s.
 53. Unnur Brá Konráðsdóttir, 4. þm. Suðurk.
 54. Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykv. n.
 55. Valgerður Gunnarsdóttir, 6. þm. Norðaust.
 56. Vigdís Hauksdóttir, 2. þm. Reykv. s.
 57. Vilhjálmur Árnason, 9. þm. Suðurk.
 58. Vilhjálmur Bjarnason, 9. þm. Suðvest.
 59. Willum Þór Þórsson, 5. þm. Suðvest.
 60. Þorsteinn Sæmundsson, 10. þm. Suðvest.
 61. Þórunn Egilsdóttir, 8. þm. Norðaust.
 62. Ögmundur Jónasson, 8. þm. Suðvest.
 63. Össur Skarphéðinsson, 4. þm. Reykv. n.

Forseti Íslands setur þingið.

[11:10]

Horfa

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis gekk forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, til ræðustóls og las forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 8. september.

Forseti lýsti yfir að Alþingi Íslendinga væri sett samkvæmt bréfi því sem hann hafði lesið.

Forseti ávarpaði því næst alþingismenn. Við lok ávarpsins stóð þingheimur upp og forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mælti: ,,Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi.´´ Tóku þingmenn undir þessi orð með ferföldu húrrahrópi.

Strengjakvartett flutti lagið Hver á sér fegra föðurland.


Ávarp forseta Alþingis.

[11:26]

Horfa

Forseti ávarpaði þingheim.

Fundi frestað kl. 11:34.

---------------