Fundargerð 145. þingi, 2. fundi, boðaður 2015-09-08 19:40, stóð 19:39:27 til 22:12:37 gert 9 8:16
Alþingishúsið [prenta uppsett í dálka] [<-][->]

2. FUNDUR

þriðjudaginn 8. sept.,

kl. 7.40 síðdegis.

Dagskrá:


Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana, ein umr.

[19:39]

Horfa

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra var útvarpað og sjónvarpað þriðjudaginn 8. september 2015 kl. 19.40. Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hafði 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra höfðu 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð höfðu þingflokkarnir sex mínútur en í þeirri þriðju fimm mínútur hver þingflokkur.

Röð flokkanna var í öllum umferðum þessi: Framsóknarflokkur, Samfylkingin, Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð, Píratar.

Fyrir Framsóknarflokk töluðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fyrstu umferð, í annarri Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og í þriðju umferð Ásmundur Einar Daðason, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Samfylkingarinnar voru í fyrstu umferð Árni Páll Árnason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, Katrín Júlíusdóttir, 11. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna -- grænt framboð voru Katrín Jakobsdóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, í annarri Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þingmaður Norðausturkjördæmis, og í þriðju umferð Steinunn Þóra Árnadóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk voru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Jón Gunnarsson, 6. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð og Sigríður Á. Andersen, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Fyrir Bjarta framtíð töluðu í fyrstu umferð Óttarr Proppé, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Brynhildur Pétursdóttir, 10. þingmaður Norðausturkjördæmis, og í þriðju umferð Guðmundur Steingrímsson, 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Pírata töluðu í fyrstu umferð Birgitta Jónsdóttir, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þriðju umferð Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Þingmálaskrá:

Fundi slitið kl. 22:12.

---------------