Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 270  —  250. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um rafdrifinn Herjólf.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Er gert ráð fyrir því við hönnun nýs Herjólfs að ferjan geti verið rafdrifin að hluta eða öllu leyti og hlaðin í landi? Ef ekki, hvað má gera ráð fyrir miklum kostnaðarauka við að bæta þeim möguleika við?
     2.      Ræður flutnings- og dreifikerfi raforku í höfnum Herjólfs við að standa undir hleðslustöðvum fyrir ferjuna?
     3.      Hve mikill yrði sparnaður í olíukaupum á ári og á líftíma ferjunnar ef hún yrði að mestu eða öllu leyti rafdrifin?
     4.      Hvað gæti slík lausn dregið mikið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna á ári og á líftíma ferjunnar?
     5.      Hver er reynsla af rekstri rafdrifinna ferja sem teknar hafa verið í notkun í Noregi og Danmörku?
     6.      Gæti reynsla af rekstri rafdrifins Herjólfs nýst Íslendingum við rafvæðingu annarra skipa?


Skriflegt svar óskast.