Ferill 877. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1698  —  877. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ráðgjafarstörf McKinsey.

Frá Ögmundi Jónassyni.


     1.      Hvað hafa verið gjaldfærðar háar fjárhæðir árlega sl. fjögur ár vegna starfa ráðgjafafyrir­tækisins McKinsey fyrir ráðuneyti, stofnanir og fjárlagaliði og ríkisaðila í B–D-hluta ríkisreiknings?
     2.      Að hvaða verkefnum var unnið í hverju tilviki fyrir sig og hver var gjaldfærður kostnaður við hvert þeirra?
     3.      Hversu vel telja viðkomandi fagaðilar ríkisins að niðurstöður ráðgjafarvinnunnar hafi nýst ríkissjóði í hverju tilviki?
     4.      Hefur farið fram ábatagreining innan ríkisins á vinnu fyrirtækisins?
     5.      Hvernig hefur gengið að koma helstu niðurstöðum til framkvæmda?
     6.      Leggja ráðuneytin og stofnanir þeirra mat á hvort unnt sé að vinna ráðgjafarstörfin af starfsmönnum ríkisins áður en leitað er til utanaðkomandi ráðgjafa?
     7.      Er ráðherra kunnugt um hvort innlendir aðilar hafi komið að samstarfi og fjármögnun verkefna McKinsey ásamt ráðuneytum eða ríkisaðilum?
     8.      Er ráðherra kunnugt um að McKinsey vinni nú að verkefnum fyrir ríkissjóð?


Skriflegt svar óskast.