Fundargerð 149. þingi, 113. fundi, boðaður 2019-05-29 19:30, stóð 19:33:18 til 22:07:03 gert 29 22:16
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

113. FUNDUR

miðvikudaginn 29. maí,

kl. 7.30 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Almennar stjórnmálaumræður.

Horfa

Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir og hafði hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.

Röð flokkanna var þessi í öllum umferðum: Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin -- grænt framboð, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Ræðumenn flokkanna voru:

Fyrir Miðflokkinn töluðu Anna Kolbrún Árnadóttir, 8. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, Karl Gauti Hjaltason, 8. þm. Suðurkjördæmis, í annarri og í þriðju Þorsteinn Sæmundsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins voru Haraldur Benediktsson, 1. þm. Norðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í þriðju umferð Óli Björn Kárason, 10. þm. Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Samfylkinguna töluðu í fyrstu umferð Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, í annarri Guðmundur Andri Thorsson, 4. þm. Suðvesturkjördæmis, og í þeirri þriðju Helga Vala Helgadóttir, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Vinstrihreyfinguna -- grænt framboð töluðu Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, Lilja Rafney Magnúsdóttir, 3. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri og í þriðju umferð Andrés Ingi Jónsson, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn Pírata voru í fyrstu umferð Halldóra Mogensen, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri Helgi Hrafn Gunnarsson, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og Olga Margrét Cilia, 4. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Ræðumenn Framsóknarflokksins voru Willum Þór Þórsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Líneik Anna Sævarsdóttir, 9. þm. Norðausturkjördæmis, í annarri og í þriðju umferð Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þm. Norðvesturkjördæmis.

Fyrir Viðreisn töluðu í fyrstu umferð Þorsteinn Víglundsson, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri Hanna Katrín Friðriksson, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þriðju umferð Jón Steindór Valdimarsson, 13. þm. Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Flokk fólksins töluðu Inga Sæland, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu og þriðju umferð en Guðmundur Ingi Kristinsson, 12. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð.

[19:33]

[22:06]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 22:07.

---------------