Ferill 149. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 149  —  149. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um starfsemi Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


     1.      Hefur ráðherra breytt þeirri ákvörðun að sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun ásamt sérfræðingum verði með aðsetur á Ísafirði frá og með árinu 2018 líkt og fram kom í tilkynningu 6. október 2016 frá þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra? Ef svo er, hvaða rök eru fyrir því?
     2.      Ef ákvörðuninni hefur ekki verið breytt, hvað tefur að starfsemin flytjist á Ísafjörð?