Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 427  —  111. mál.
Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um viðveru herliðs á Keflavíkurflugvelli.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu marga daga hafði erlent herlið viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á árunum 2007–2017? Svar óskast sundurliðað eftir árum, upprunaríki herliðs og tilefni viðveru.

    Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Fjöldi liðsmanna hefur einnig verið mjög breytilegur, frá því að vera 225 árið 2007 í það vera nær 1.120 manns á síðasta ári. Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins er langalgengasta tilefni viðveru erlends herliðs á Keflavíkurflugvelli. Næstalgengasta tilefnið er hin árlega sprengjueyðingaræfing Atlantshafsbandalagsins, Northern Challenge, sem Landhelgisgæslan stýrir, og þar á eftir kemur kafbátaeftirlit.
    Á meðfylgjandi töflu er viðveran sundurliðuð nánar eftir árum, fjölda liðsmanna, tilefni og þjóðum.

Ár Verkefni Fjöldi daga Fjöldi liðsmanna Þjóðir
2007 Norður Víkingur 2007 5 175 US, NOR, LAT, UK, DK, NATO
2007 Northern Challenge 12 50 NOR, DK, DEU, SWE
2008 Danski flugherinn, æfing 5 23 DK
2008 Loftrýmisgæsla NATO 53 110 FRA
2008 Norður Víkingur 2008 5 450 US, NOR, CA, DK, IT, NATO
2008 Loftrýmisgæsla NATO 21 141 US
2008 Northern Challenge 12 80 NOR, FRA, DEU, US, NLD, CA
2009 Loftrýmisgæsla NATO 21 142 US
2009 Loftrýmisgæsla NATO 30 50 DK
2009 Loftrýmisgæsla NATO 12 40 NOR
2009 Northern Challenge 12 80 NOR, FRA, DEU, DK, US, FIN
2010 Loftrýmisgæsla NATO 33 150 US
2010 Loftrýmisgæsla NATO 29 61 DK
2010 Loftrýmisgæsla NATO 42 156 DEU
2010 Northern Challenge 12 85 DK, NOR, DEU, NLD, AUT, POL, US, FRA
2011 Norður Víkingur 8 466 US, NOR, IT, DK, SWE, NATO
2011 Loftrýmisgæsla NATO 21 120 US
2011 Loftrýmisgæsla NATO 30 160 CA
2011 Loftrýmisgæsla NATO 21 55 NOR
2011 Northern Challenge 12 116 DK, NOR, SWE, DEU, US, NLD, FRA
2012 Loftrýmisgæsla NATO 21 150 DEU
2012 Loftrýmisgæsla NATO 21 150 US
2012 Loftrýmisgæsla NATO 31 70 PT
2012 Northern Challenge 12 190 DK, NOR, SWE, DEU, NLD, BE, FRA, AUT, US
2013 Loftrýmisgæsla NATO 21 170 CA
2013 Loftrýmisgæsla NATO 21 150 IT
2013 Loftrýmisgæsla NATO 21 200 US
2013 Combined Endeavor 13 40 US
2013 Northern Challenge 12 151 DK, US, NOR, DEU, NLD, SWE, FRA, AUT
2014 Loftrýmisgæsla NATO 26 110 NOR
2014 Loftrýmisgæsla NATO 21 220 US
2014 Loftrýmisgæsla NATO 53 80 CZ
2014 Northern Challenge 12 150 DK, US, NOR, DEU, NLD, SWE, FRA, US
2014 IAM14 14 300 NOR, NLD, US, FIN, SWE, *á sama tíma og loftrýmisg. NOR
2014 Kafbátaeftirlit 21 Að meðaltali 60 US
2015 Loftrýmisgæsla NATO 32 200 US
2015 Loftrýmisgæsla NATO 31 70 CZ
2015 Loftrýmisgæsla NATO 17 60 DK
2015 Northern Challenge 12 198 DK, NOR, SWE, DEU, NLD, BE, FRA, AUT, US, IT, CA
2015 Arctic Response 9 180 DK
2015 Stuðningur við kafbátaeftirlit 176 Allt að 8 US
2015 Kafbátaeftirlit 51 Að meðaltali 60 US, CA
2016 Loftrýmisgæsla NATO 28 160 US
2016 Loftrýmisgæsla NATO 29 70 NOR
2016 Loftrýmisgæsla NATO 35 70 CZ
2016 Northern Challenge 12 215 DK, NOR, SWE, DEU, NLD, BE, FRA, AUT, US, IT, CA
2016 Stuðningur við kafbátaeftirlit 261 Allt að 12 US
2016 Kafbátaeftirlit 77 Að meðaltali 60 US
2017 Loftrýmisgæsla NATO 29 180 IT
2017 Loftrýmisgæsla NATO 35 200 CA
2017 Loftrýmisgæsla NATO 26 200 US
2017 Northern Challenge 12 220 DK, NOR, SWE, DEU, NLD, BE, FRA, AUT, US, IT, CA, FIN
2017 Dynamic Mongoose 14 250 US, NOR, FRA, DEU, UK, DK, CA, POL, NLD
2017 Stuðningur við kafbátaeftirlit 209 Allt að 12 US
2017 Kafbátaeftirlit 153 Að meðaltali 60 US

    Alls fóru fjörutíu vinnustundir í það að taka þetta svar saman.