Fundargerð 150. þingi, 0. fundi, boðaður 2019-09-10 14:00, stóð 14:10:20 til 14:32:54 gert 10 15:26
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

ÞINGSETNINGARFUNDUR

þriðjudaginn 10. sept.

Árið 2019, þriðjudaginn 10. september, var hundrað og fimmtugasta löggefandi Alþingi sett í Reykjavík. Er það hundrað tuttugasta og þriðja aðalþing í röðinni en hundrað sextugasta og fimmta samkoma frá því er Alþingi var endurreist.

Þingmenn söfnuðust saman í Alþingishúsinu, anddyri Skálans, kl. 1.10 miðdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1.30. Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikaði. Séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til Alþingishússins, fundarsalar Alþingis.

Þessir menn skipuðu þingið:

 1. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, 10. þm. Norðaust.
 2. Andrés Ingi Jónsson, 9. þm. Reykv. n.
 3. Anna Kolbrún Árnadóttir, 8. þm. Norðaust.
 4. Ari Trausti Guðmundsson, 5. þm. Suðurk.
 5. Ágúst Ólafur Ágústsson, 3. þm. Reykv. s.
 6. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 5. þm. Reykv. n.
 7. Ásmundur Einar Daðason, 2. þm. Norðvest.
 8. Ásmundur Friðriksson, 4. þm. Suðurk.
 9. Bergþór Ólason, 4. þm. Norðvest.
 10. Birgir Ármannsson, 8. þm. Reykv. n.
 11. Birgir Þórarinsson, 3. þm. Suðurk.
 12. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 7. þm. Norðaust.
 13. Bjarni Benediktsson, 1. þm. Suðvest.
 14. Björn Leví Gunnarsson, 11. þm. Reykv. s.
 15. Bryndís Haraldsdóttir, 2. þm. Suðvest.
 16. Brynjar Níelsson, 5. þm. Reykv. s.
 17. Guðjón S. Brjánsson, 6. þm. Norðvest.
 18. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þm. Reykv. n.
 19. Guðmundur Ingi Kristinsson, 12. þm. Suðvest.
 20. Guðmundur Andri Thorsson, 4. þm. Suðvest.
 21. Gunnar Bragi Sveinsson, 6. þm. Suðvest.
 22. Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þm. Norðvest.
 23. Halldóra Mogensen 11. þm. Reykv. n.
 24. Hanna Katrín Friðriksson, 7. þm. Reykv. s.
 25. Haraldur Benediktsson, 1. þm. Norðvest.
 26. Helga Vala Helgadóttir, 4. þm. Reykv. n.
 27. Helgi Hrafn Gunnarsson, 3. þm. Reykv. n.
 28. Inga Sæland, 8. þm. Reykv. s.
 29. Jón Gunnarsson, 5. þm. Suðvest.
 30. Jón Þór Ólafsson, 8. þm. Suðvest.
 31. Jón Steindór Valdimarsson, 13. þm. Suðvest.
 32. Karl Gauti Hjaltason, 8. þm. Suðurk.
 33. Katrín Jakobsdóttir, 2. þm. Reykv. n.
 34. Kolbeinn Óttarsson Proppé, 6. þm. Reykv. s.
 35. Kristján Þór Júlíusson, 1. þm. Norðaust.
 36. Lilja Alfreðsdóttir, 9. þm. Reykv. s.
 37. Lilja Rafney Magnúsdóttir, 3. þm. Norðvest.
 38. Líneik Anna Sævarsdóttir, 9. þm. Norðaust.
 39. Logi Einarsson, 5. þm. Norðaust.
 40. Njáll Trausti Friðbertsson, 6. þm. Norðaust.
 41. Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurk.
 42. Ólafur Þór Gunnarsson, 11. þm. Suðvest.
 43. Ólafur Ísleifsson, 10. þm. Reykv. n.
 44. Óli Björn Kárason, 10. þm. Suðvest.
 45. Páll Magnússon, 1. þm. Suðurk.
 46. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 3. þm. Suðvest.
 47. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 3. þm. Norðaust.
 48. Sigríður Á. Andersen, 1. þm. Reykv. s.
 49. Sigurður Ingi Jóhannsson, 2. þm. Suðurk.
 50. Sigurður Páll Jónsson, 8. þm. Norðvest.
 51. Silja Dögg Gunnarsdóttir, 7. þm. Suðurk.
 52. Smári McCarthy, 10. þm. Suðurk.
 53. Steingrímur J. Sigfússon, 2. þm. Norðaust.
 54. Steinunn Þóra Árnadóttir, 6. þm. Reykv. n.
 55. Svandís Svavarsdóttir, 2. þm. Reykv. s.
 56. Vilhjálmur Árnason, 9. þm. Suðurk.
 57. Willum Þór Þórsson, 9. þm. Suðvest.
 58. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 7. þm. Suðvest.
 59. Þorsteinn Sæmundsson, 10. þm. Reykv. s.
 60. Þorsteinn Víglundsson, 7. þm. Reykv. n.
 61. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 5. þm. Norðvest.
 62. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 4. þm. Reykv. s.
 63. Þórunn Egilsdóttir, 4. þm. Norðaust.

Félagar í Schola Cantorum sungu Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.


Forseti Íslands setur þingið.

[14:10]

Horfa

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis gekk forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, til ræðustóls og las forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september.

Forseti lýsti yfir að Alþingi Íslendinga væri sett samkvæmt bréfi því sem hann hafði lesið.

Forseti ávarpaði því næst alþingismenn. Við lok ávarpsins stóð þingheimur upp og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mælti: ,,Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi.´´ Tóku þingmenn undir þessi orð með ferföldu húrrahrópi.

Félagar í Schola Cantorum sungu Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal.


Ávarp forseta Alþingis.

[14:25]

Horfa

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, ávarpað þingheim.

Fundi frestað kl. 14:32.

---------------