131. FUNDUR
mánudaginn 30. júní,
að loknum 130. fundi.
Afbrigði um dagskrármál.
Pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir, 3. umr.
Frv. meiri hluta atvinnuveganefndar, 944. mál (Ferðaábyrgðasjóður). --- Þskj. 1965.
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1974).
Virðisaukaskattur, 3. umr.
Frv. efnahags- og viðskiptanefndar, 939. mál (endurgreiðsla vegna vinnu á byggingarstað). --- Þskj. 1754.
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1975).
Fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur, 3. umr.
Frv. efnahags- og viðskiptanefndar, 960. mál. --- Þskj. 1870.
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1976).
Veiting ríkisborgararéttar, 3. umr.
Frv. allsherjar- og menntamálanefndar, 957. mál. --- Þskj. 1858.
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1977).
Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl., 3. umr.
Stjfrv., 708. mál (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar). --- Þskj. 1966 (með áorðn. breyt. á þskj. 1924).
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1978).
Breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu, 3. umr.
Stjfrv., 714. mál. --- Þskj. 1967, brtt. 1964.
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1979).
Sjúkratryggingar, 3. umr.
Frv. ÞKG o.fl., 8. mál (aðgengi að sálfræðiþjónustu og annarri gagnreyndri samtalsmeðferð). --- Þskj. 1968.
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1980).
Tekjuskattur, 3. umr.
Frv. ATG o.fl., 27. mál (frádráttur vegna kolefnisjöfnunar). --- Þskj. 1969.
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1981).
Tekjuskattur, 3. umr.
Frv. HarB o.fl., 34. mál (söluhagnaður). --- Þskj. 1970 (með áorðn. breyt. á þskj. 1855).
Enginn tók til máls.
Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1982).
Þingfrestun.
Forseti fór yfir störf 150. löggjafarþings og færði þingmönnum þakkir fyrir veturinn.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 12. þm. Suðvest., þakkaði forseta samstarfið fyrir hönd þingmanna.
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir las forsetabréf um frestun á fundum Alþingis til 27. ágúst.
Fundi slitið kl. 02:36.
---------------