Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 266  —  246. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um viðbrögð við aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn meðafla sjávarspendýra.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hver eru viðbrögð ráðherra við reglum bandarískra stjórnvalda um vernd sjávarspendýra við veiðar (Marine Mammal Protection Act), sem taka gildi í ársbyrjun 2022, og hvaða vinna hefur farið fram innan ráðuneytisins í tengslum við þær?
     2.      Að hvaða leyti gætu þessar reglur snert notkun á einstökum gerðum veiðarfæra og veiðar á einstökum fisktegundum?
     3.      Hvert er mat ráðuneytisins á því hvernig þessar reglur geti haft áhrif á útflutning sjávarafurða frá Íslandi til Bandaríkjanna?
     4.      Hvaða viðbrögð eru fyrirhuguð í ljósi þess að fyrir 28. febrúar 2021 þarf að skila til bandarískra stjórnvalda upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann, auk þess að uppfylla kröfur sem gerðar verða til veiða?


Skriflegt svar óskast.