Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 292  —  263. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um meðferðarúrræði og biðlista á Vogi.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Hversu margir létust meðan þeir voru á biðlista eftir rými á sjúkrahúsinu Vogi á árunum 2018–2020? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hver eru kynjahlutföll þeirra sem eru nú á biðlista eftir rými á sjúkrahúsinu Vogi?
     3.      Hversu margir þeirra sem voru á biðlista eftir rými á Vogi árin 2018–2020 skiluðu sér í meðferð að lokinni bið? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     4.      Hver er staða stefnumótunar um meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn og um meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda?
     5.      Telur ráðherra að framboð meðferðarúrræða sé nægilega fjölbreytt?
     6.      Hver er afstaða ráðherra gagnvart því að rekin verði ríkisrekin afvötnunarstöð? Hafa einhver skref verið tekin í þá átt að slíkri stöð verði komið á fót?


Skriflegt svar óskast.