Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 330  —  297. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um bið eftir geðheilbrigðis- eða endurhæfingarúrræði.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hversu margir eru á biðlista eftir geðheilbrigðisúrræði, sundurliðað eftir úrræði og stofnunum?
     2.      Hvernig hafa biðlistar eftir geðheilbrigðisúrræði þróast eftir að kórónuveirufaraldurinn barst til Íslands og hver er meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu?
     3.      Hvað er áætlað að margir bíði eftir endurhæfingarúrræði og hvað er áætlað að biðin sé löng? Svar óskast sundurliðað eftir úrræði og stofnunum.
     4.      Hvernig hafa biðlistar eftir endurhæfingarúrræði þróast eftir að kórónuveirufaraldurinn barst til Íslands og hver er meðalbiðtími eftir endurhæfingu?


Skriflegt svar óskast.