Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 341  —  305. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala.

Frá Þórunni Egilsdóttur.


     1.      Hefur transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala verið fullmannað?
     2.      Hefur fengist fagmenntað starfsfólk fyrir teymið?
     3.      Hafa öll börn fengið þá þjónustu hjá transteyminu sem þörf hefur verið á síðastliðin tvö ár? Ef ekki, hvaða þjónusta hefur verið boðin í staðinn?
     4.      Hvaða þjónusta er veitt af hálfu barna- og unglingageðdeildar Landspítala fyrir transbörn á landsbyggðinni?
     5.      Hve mörg börn undir 18 ára aldri hafa hafið kynleiðréttingarferli með lyfjameðferð?
     6.      Hve mörg börn undir 18 ára aldri hafa undirgengist skurðaðgerð sem lið í kynleiðréttingarferli?
     7.      Hve langur tími leið frá fyrsta viðtali þar til barn hóf lyfjameðferð?
     8.      Hve mörgum börnum hefur verið synjað um lyfjameðferð?


Skriflegt svar óskast.