Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 389  —  333. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um mun á rekstrarkostnaði Vífilsstaða og annarra hjúkrunarheimila.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvers vegna eru daggjöld sem renna til reksturs hjúkrunarrýma á Vífilsstöðum umtalsvert hærri en daggjöld sem greidd eru fyrir rekstur hjúkrunarrýma á grundvelli gjaldskrár SÍ?
     2.      Er munur á þjónustustigi á Vífilsstöðum og öðrum hjúkrunarheimilum?
     3.      Er munur á hjúkrunarþyngd á Vífilsstöðum og öðrum hjúkrunarheimilum?
     4.      Á hvaða grundvelli er fjárþörf til reksturs Vífilsstaða metin?
     5.      Er stuðst við þjónustusamninga SÍ við hjúkrunarheimili þegar fjárþörf Vífilsstaða er metin?


Skriflegt svar óskast.