Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Prentað upp.

Þingskjal 545  —  392. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða tölur liggja fyrir um mismunandi árangur pilta og stúlkna í skólakerfinu eins og hann mælist m.a. í einkunnum? Ef marktækur munur er fyrir hendi, hverjar telur ráðherra vera skýringar á ólíkum árangri pilta og stúlkna?
     2.      Er brottfallsnemendum í framhaldsskóla veitt sérstök aðstoð? Ef við á, er hún hin sama fyrir pilta og stúlkur? Er marktækur munur á brottfalli pilta og stúlkna úr framhaldsskólum? Hverjar telur ráðherra vera skýringar á þeim mun ef hann er fyrir hendi? Hvaða áform hefur ráðherra um viðbrögð við slíkum mun ef við á?
     3.      Hvaða skýrslur og úttektir liggja fyrir um aðstoð við nemendur á öllum skólastigum? Hvernig er sérkennslu pilta háttað miðað við sérkennslu fyrir stúlkur? Hverjar eru greiningar á vanda stúlkna annars vegar og pilta hins vegar? Að hve miklu leyti miðast sérkennsla (og önnur hjálp) við sjúkdómsgreiningar? Hver er aukning sjúkdómsgreininga á athygli og virkni síðasta áratuginn?
     4.      Hvaða rannsóknir leggur ráðherra til grundvallar við mat á því hvort og þá hvernig skólastarf, skipulag þess og framkvæmd hefur á heilsufar pilta og stúlkna, framtíðarsýn og sjálfsvígstíðni? Hverjar eru helstu niðurstöður umræddra rannsókna?


Skriflegt svar óskast.