Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 709  —  430. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um rekstrarkostnað og framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hverjar eru skyldur sveitarfélaga að því er snertir rekstrarkostnað sjálfstætt rekinna grunnskóla lögum samkvæmt?
     2.      Hver er réttur sjálfstætt rekinna grunnskóla, sem gert hafa þjónustusamning skv. 43. gr. a laga um grunnskóla, nr. 91/2008, til framlaga vegna nemenda sem eiga lögheimili í öðrum sveitarfélögum en skólinn starfar í?
     3.      Hvernig hagar Hagstofa Íslands útreikningi á vegnu meðaltali heildarrekstrarkostnaðar allra grunnskóla í landinu sem reknir eru af sveitarfélögum á hvern nemanda skv. 43. gr. b laga um grunnskóla og 3. gr. reglugerðar um ákvörðun framlaga úr sveitarsjóði til sjálfstætt rekinna grunnskóla?
     4.      Leggur Hagstofa Íslands ársreikninga sveitarfélaga til grundvallar við útreikning eða byggist útreikningurinn á öðrum gögnum? Ef svo er, hvaða gögnum og hvernig eru þau lögð til grundvallar við útreikninginn?
     5.      Hvaða vægi höfðu almennar launahækkanir starfsmanna grunnskóla og breytingar á vísitölu neysluverðs við mánaðarlega birtingu framreiknaðs framlags skv. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1270/2016 frá því í október 2019 fram í ágúst 2020? Svarið óskast sundurliðað eftir mánuðum.
     6.      Hvernig háttaði Hagstofa Íslands útreikningi sem liggja skyldi fyrir í september 2020, sbr. 2. mgr. 3. gr. reglugerðar um ákvörðun framlaga úr sveitarsjóði til sjálfstætt rekinna grunnskóla, nr. 1270/2016?


Skriflegt svar óskast.