Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 773  —  454. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um rannsókn á Julian Assange.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað er hæft í fullyrðingum, sem m.a. komu fram á mbl.is og ruv.is 4. janúar sl., um að Ísland hafi veitt bandarískum stjórnvöldum leyfi til að útbúa fölsuð trúnaðargögn í tengslum við rannsókn á Julian Assange?
     2.      Ef íslensk stjórnvöld hafa samþykkt slíka fölsun í þágu tálbeituaðgerðar,
                  a.      um hvaða gögn er að ræða,
                  b.      hvaða stofnanir innan stjórnkerfisins fjölluðu um beiðni bandarískra stjórnvalda,
                  c.      hvaða aðili veitti leyfið, og
                  d.      var málið rætt við ráðherra eða var um það fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar?


Skriflegt svar óskast.