Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 808  —  479. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um innlenda eldsneytisframleiðslu.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hvernig metur ráðherra hagkvæmni og umhverfisáhrif þess að framleiða innan lands vistvænt eldsneyti, t.d. metan, vetni, alkóhól (metanól og etanól) og lífdísil, á ökutæki og sjóför til að koma til móts við aukna eftirspurn?
     2.      Hvernig telur ráðherra að nýsköpun, orkuskipti og eftirspurn geti stuðlað að aukinni framleiðslu á innlendum orkugjöfum til viðbótar við raforku?


Skriflegt svar óskast.