Ferill 486. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 815  —  486. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir krabbameini.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til tillagna skimunarráðs um að hækka aldur kvenna sem boðaðar eru í brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár?
     2.      Hvernig standast tillögur skimunarráðs samanburð við slíka skimun annars staðar á Norðurlöndunum?
     3.      Hvaða lönd eru eða hafa verið talin til fyrirmynda þegar kemur að skimun fyrir krabbameini? Hvernig hefur Ísland komið út í þeim samanburði fram til þessa?