Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 906  —  541. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um vernd menningararfs og tjón á menningarverðmætum.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvaða áhrif höfðu skriður þær sem féllu í byggð á Seyðisfirði í desember í fyrra á menningararf á svæðinu og hvaða tjón varð á menningarverðmætum?
     2.      Hefur mat verið lagt á kostnað við að bæta það tjón? Er markmið stjórnvalda að bæta tjónið að fullu leyti?
     3.      Er vernd menningararfs hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar í ofanflóðavörnum?


Skriflegt svar óskast.