Fundargerð 152. þingi, þingsetningafundi, boðaður 2021-11-23 14:00, stóð 14:01:00 til 14:33:26 gert 23 14:46
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

ÞINGSETNINGARFUNDUR

þriðjudaginn 23. nóv.

Árið 2021, þriðjudaginn 23. nóvember, var hundrað fimmtugasta og annað löggefandi Alþingi sett í Reykjavík. Er það hundrað tuttugasta og fimmta aðalþing í röðinni en hundrað sextugasta og áttunda samkoma frá því er Alþingi var endurreist.

Þingmenn söfnuðust saman í Alþingishúsinu, anddyri Skálans, kl. 1.10 miðdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1.30. Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, predikaði og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til Alþingishússins, fundarsalar Alþingis.

Þessir menn skipuðu þingið:

 1. Andrés Ingi Jónsson, 10. þm. Reykv. n.
 2. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, 11. þm. Reykv. s.
 3. Ágúst Bjarni Garðarsson, 11. þm. Suðvest.
 4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 1. þm. Reykv. s.
 5. Ásmundur Einar Daðason, 5. þm. Reykv. n.
 6. Ásmundur Friðriksson, 6. þm. Suðurk.
 7. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. þm. Suðurk.
 8. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 6. þm. Norðaust.
 9. Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvest.
 10. Birgir Ármannsson, 9. þm. Reykv. s.
 11. Birgir Þórarinsson, 9. þm. Suðurk.
 12. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 3. þm. Norðaust.
 13. Bjarni Benediktsson, 1. þm. Suðvest.
 14. Bjarni Jónsson, 4. þm. Norðvest.
 15. Björn Leví Gunnarsson, 6. þm. Reykv. s.
 16. Bryndís Haraldsdóttir, 6. þm. Suðvest.
 17. Diljá Mist Einarsdóttir, 6. þm. Reykv. n.
 18. Eyjólfur Ármannsson, 6. þm. Norðvest.
 19. Gísli Rafn Ólafsson, 13. þm. Suðvest.
 20. Guðbrandur Einarsson, 10. þm. Suðurk.
 21. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. þm. Reykv. n.
 22. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, 4. þm. Suðvest.
 23. Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvest.
 24. Guðrún Hafsteinsdóttir, 1. þm. Suðurk.
 25. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, 7. þm. Suðurk.
 26. Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þm. Norðvest.
 27. Halldóra Mogensen, 3. þm. Reykv. n.
 28. Hanna Katrín Friðriksson, 8. þm. Reykv. s.
 29. Haraldur Benediktsson, 5. þm. Norðvest.
 30. Helga Vala Helgadóttir, 4. þm. Reykv. n.
 31. Hildur Sverrisdóttir, 5. þm. Reykv. s.
 32. Inga Sæland, 7. þm. Reykv. s.
 33. Ingibjörg Ólöf Isaksen, 1. þm. Norðaust.
 34. Jakob Frímann Magnússon, 8. þm. Norðaust.
 35. Jódís Skúladóttir, 10. þm. Norðaust.
 36. Jóhann Friðrik Friðriksson, 5. þm. Suðurk.
 37. Jóhann Páll Jóhannsson, 11. þm. Reykv. n.
 38. Jón Gunnarsson, 2. þm. Suðvest.
 39. Katrín Jakobsdóttir, 2. þm. Reykv. n.
 40. Kristrún Mjöll Frostadóttir, 3. þm. Reykv. s.
 41. Lilja Alfreðsdóttir, 4. þm. Reykv. s.
 42. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 3. þm. Norðvest.
 43. Líneik Anna Sævarsdóttir, 4. þm. Norðaust.
 44. Logi Einarsson, 5. þm. Norðaust.
 45. Njáll Trausti Friðbertsson, 2. þm. Norðaust.
 46. Oddný G. Harðardóttir, 8. þm. Suðurk.
 47. Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykv. s.
 48. Óli Björn Kárason, 10. þm. Suðvest.
 49. Sigmar Guðmundsson, 12. þm. Suðvest.
 50. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðaust.
 51. Sigurður Ingi Jóhannsson, 2. þm. Suðurk.
 52. Stefán Vagn Stefánsson, 1. þm. Norðvest.
 53. Steinunn Þóra Árnadóttir, 7. þm. Reykv. n.
 54. Svandís Svavarsdóttir, 2. þm. Reykv. s.
 55. Tómas A. Tómasson, 9. þm. Reykv. n.
 56. Vilhjálmur Árnason, 4. þm. Suðurk.
 57. Willum Þór Þórsson, 3. þm. Suðvest.
 58. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 8. þm. Reykv. n.
 59. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 5. þm. Suðvest.
 60. Þórarinn Ingi Pétursson, 9.þm. Norðaust.
 61. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 2. þm. Norðvest
 62. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þm. Suðvest.
 63. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 8. þm. Suðvest.

Söngkonur úr Domus vox fluttu Þó þú langförull legðir eftir Sigvalda Kaldalóns, ljóð Stephans G. Stephanssonar.


Forseti Íslands setur þingið.

[14:04]

Horfa

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis gekk forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, til ræðustóls og las forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 23. nóvember.

Forseti lýsti yfir að Alþingi Íslendinga væri sett samkvæmt bréfi því sem hann hafði lesið.

Forseti ávarpaði því næst alþingismenn. Við lok ávarpsins stóð þingheimur upp og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, mælti: ,,Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi." Tóku þingmenn undir þessi orð með ferföldu húrrahrópi.

Söngkonur úr Domus vox fluttu Hættu að gráta hringaná. Íslenskt þjóðlag, ljóð Jónasar Hallgrímssonar.


Ávarp aldursforseta.

[14:13]

Horfa

Aldursforseti, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, ávarpaði þingið.


Minnst látins fyrrverandi alþingismanns, Þórunnar Egilsdóttur

[14:15]

Horfa

Aldursforseti minntist Þórunnar Egilsdóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem lést 9. júlí sl.


Minnst látins fyrrverandi ráðherra, Jóns Sigurðssonar

[14:20]

Horfa

Aldursforseti minntist Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, sem lést 10. sept. sl.

Söngkonur úr Domus vox fluttu Nú hverfur sól í haf eftir Þorkel Sigurbjörnsson, ljóð Sigurbjörns Einarssonar.


Úrsögn og innganga í þingflokk.

[14:24]

Horfa

Aldursforseti kynnti bréf frá Birgi Þórarinssyni, 9. þm. Suðurk., um að hann hafi sagt sig úr Miðflokknum og gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins.


Varamenn taka þingsæti.

[14:28]

Horfa

Aldursforseti tilkynnti að Kári Gautason tæki sæti Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, 3. þm. Norðaust., Anna Kolbrún Árnadóttir tæki sæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, 7. þm. Norðaust., Indriði Ingi Stefánsson tæki sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, 7. þm. Suðvest., og María Rut Kristinsdóttir tæki sæti Hönnu Katrínar Friðriksson, 8. þm. Reykv. n.


Kosning kjörbréfanefndar.

[14:30]

Horfa

Kjörbréfanefnd var svo skipuð:

Birgir Ármannsson,

Björn Leví Gunnarsson,

Diljá Mist Einarsdóttir,

Inga Sæland,

Jóhann Friðrik Friðriksson,

Líneik Anna Sævarsdóttir,

Svandís Svavarsdóttir,

Vilhjálmur Árnason,

Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Fundi frestað kl. 14:33.

---------------