Fundargerð 152. þingi, 2. fundi, boðaður 2021-12-01 19:30, stóð 19:31:22 til 21:51:51 gert 1 22:1
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

2. FUNDUR

miðvikudaginn 1. des.,

kl. 7.30 síðdegis.

Dagskrá:


Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana.

[19:31]

Horfa

Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hafði 12 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra höfðu 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri, og í þriðju umferð hafa þingflokkarnir 4 mínútur hver.

Röð flokkanna var í öllum umferðum þessi: Vinstrihreyfingin - grænt framboð, Samfylkingin, Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkurinn.

Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna -- grænt framboð voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fyrstu umferð, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í annarri umferð og Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þriðju umferð.

Fyrir Samfylkinguna töluðu Logi Einarsson, 5. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, Kristrún Frostadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri umferð, og Oddný Harðardóttir, 8. þingmaður Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Flokk fólksins töluðu Inga Sæland, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu umferð, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. þingmaður Suðurkjördæmis, í annarri umferð og Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Sjálfstæðisflokk töluðu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, í annarri umferð Guðrún Hafsteinsdóttir, 1. þingmaður Suðurkjördæmis, og í þriðju umferð Njáll Trausti Friðbertsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Ræðumenn Pírata voru í fyrstu umferð Björn Leví Gunnarsson, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og í þriðju umferð Andrés Ingi Jónsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Framsóknarflokk töluðu í fyrstu umferð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, í annarri Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, og í þriðju umferð Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Ræðumenn Viðreisnar voru í fyrstu umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, Guðbrandur Einarsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í annarri og Sigmar Guðmundsson, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Miðflokkinn voru Bergþór Ólason, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í fyrstu og þriðju umferð og í annarri umferð Anna Kolbrún Árnadóttir, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis.

[21:51]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 21:51.

---------------